Month: April 2012

  • Gildi fari í samkeppni við Íbúðalánasjóð og banka

    Á ársfundi Gildis-lífeyrissjóðs sl. miðvikudag 25. apríl vakti það undrun að skýrsla stjórnar fékkst ekki rædd fyrr en undir liðnum önnur mál.   Fundurinn hófst á tilsettum tíma kl. 17.   Fundarstjóri óskaði eftir að liðir 3 til 7 í dagskránni yrðu teknir í samfellu, en að þeim loknum yrðu leyfðar umræður og fyrirspurnir um…

  • Raunávöxtun hjá Gildi 2,7%

    Á ársfundi Gildis-lífeyrissjóðs kom m.a. fram að hrein eign til greiðslu lífeyris var 265,4 milljarðar í lok síðasta árs, sem er hækkun um 24,3 milljarða frá 2010.  Fjárfestingatekjur námu 20,3 milljörðum og iðgjöld frá greiðendum 12 milljörðum.  Lífeyrisgreiðslur til sjóðfélaga námu rúmum átta milljörðum. Raunávöxtun sl. árs var 2,7%, meðaltal hennar sl. fimm ár var…

  • Lundinn mættur í milljónatali

    „Í gærkvöldi var síðan gríðarlegt lundaflug í öllum fjöllum og ljóst að lundinn er mættur í milljónatali að venju. skrifa Georg Eiður Arnarson trillu- og lundakarl í Vestmannaeyjum á heimasíðu sína í dag. Auk þess að ræða um lundann í pistli sínum segir hann einnig álit sitt á Landeyjahöfn og fiskveiðstjórnunarfrumvörpunum. Sjá pistil Georgs

  • Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs

    Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs verður haldinn í dag 25. apríl.  Fundurinn verður á Nordica Hilton Reykjavík og hefst kl 17:00.  Gera má ráð fyrir góðri mætingu sjóðfélaga þar sem þeim gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að ræða skýrslu úttektarnefndar Landssambands lífeyrissjóða.  Skýrslan er einn af dagskrárliðum fundarins en úttektarnefndinni var meðal annars falið að…

  • Nýtingarsamningur í stað leyfis

    Eins og greint var frá í gær hefur LS skilað til atvinnuveganefndar Alþingis umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða. Meðal þess sem félagið leggur áherslu á að verði breytt í frumvarpinu er eftirfarandi: Ráðgefandi hópur útgerðarmanna og sjómanna komi að veiðiráðgjöf ásamt Hafrannsóknastofnuninni. LS er andvígt sams konar nýtingarstefnu og fylgt er í…

  • LS fundar með atvinnveganefnd Alþingis

    Landssamband smábátaeigenda fundaði með atvinnuveganefnd Alþingis sl. föstudag.  Á fundinum gerði LS grein fyrir umsögnum sínum við frumvarp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld. Umsagnir félagsins voru báðar ítarlegar og tók sú sem fjallaði um fiskveiðisstjórnunarfrumvarpið tók á flestum greinum þess. Varðandi veiðigjöld þá leggur LS til í umsögn sinni að í stað veiðigjalds…

  • Grásleppuveiðar – breyting á reglugerð

    Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar.  Breytingin nær til tveggja greina reglugerðarinnar.     8. gr. „Vitjun neta.  Þar sem nú verður skylt að draga grásleppunetin eigi síðar en 4 sólarhringum (í stað 6) eftir að þau hafa verið lögð. 12. gr.  Bann við veiðum á botnfiski með grásleppunetum..…

  • Strandveiðar byrja 2. maí

    Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um strandveiðar fiskveiðiárið 2011/2012.  Í reglugerðinni er þess m.a. getið að upphafsdagur strandveiða 2012 verður 2. maí.   Sjá reglugerð um breytingu.pdf Sjá reglugerð um strandveiðar í heild eftir breytingar.pdf

  • Helstu atriði frumvarpanna

    Á sumardaginn fyrsta rennur út frestur sem atvinnuveganefnd Alþingis gaf til að skila inn athugasemdum við frumvörp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða og veiðigjöld.   LS vinnur að gerð umsagna sem stjórn félagsins mun fjalla um á fundi nk. miðvikudag 18. apríl.   Sjá samantekt LS:   Helstu atriði frumvarpanna.pdf

  • Nýliðarnir verða fyrstir gjaldþrota

    „Sanngjarnt gjald er auðvitað sjálfsagt og eðlilegt, um það er ekki deilt segir Unnsteinn Þráinsson á Höfn m.a. í viðtalið við frétta- og uppplýsingavef Hornafjarðar.  Unnsteinn gerir út línu- og handfærabátinn Sigga Bessa SF-97. Sjá viðtalið í heild