Ársfundur Gildis lífeyrissjóðs - Landssamband smábátaeigenda

Ársfundur Gildis lífeyrissjóðsÁrsfundur Gildis lífeyrissjóðs verður haldinn í dag 25. apríl.  Fundurinn verður á Nordica Hilton Reykjavík og hefst kl 17:00.  Gera má ráð fyrir góðri mætingu sjóðfélaga þar sem þeim gefst nú í fyrsta skipti tækifæri á að ræða skýrslu úttektarnefndar Landssambands lífeyrissjóða.  Skýrslan er einn af dagskrárliðum fundarins en úttektarnefndinni var meðal annars falið að fjalla um stefnumótun, ákvarðanatöku og áhættumat lífeyrissjóðanna við fjárfestingar í aðdraganda bankahrunsins.     

Sérstakur kafli er um Gildi lífeyrissjóð í skýrslunni.pdf þar sem m.a. er ítarleg greining á fjárfestingum sjóðsins í aðdraganda hrunsins og hvernig þeim reiddi af eftir hrunið.
Hér skulu nefnd nokkur atriði þar sem töflur hér að neðan eru teknar upp úr skýrslunni:

Screen Shot 2012-04-25 at 09.30.13.png

Screen Shot 2012-04-25 at 09.33.38.png

Í skýrslunni kemur fram að meðaltal raunávöxtunar sl. 10 ár [2000 - 2009] jákvæð um 2,0%, en sl. 5 ára -1,0% [2005 - 2009].

Tapið gæti endað í 83,5 milljörðum
Þá er sérstakur kafli þar sem fram kemur yfirlit um tap Gildis lífeyrissjóðs af skuldabréfum banka og sparisjóða, skuldabréfum fyrirtækja, innlendum hlutabréfum, erlendum skuldabréfum og gjaldmiðlavarnarsamningum.  Alls nemur þetta tap 75,5 milljörðum og nái bankarnir fram sínum ítrustu kröfum um uppgjör á gjaldmiðlaskiptasamningum bætast við um átta milljarðar.

Screen Shot 2012-04-25 at 09.44.27.png


Sjá nánar:        


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...