Í dag gerðist það síðan á fiskmarkaði í Lion í Frakklandi að fersk flök af villtum laxi úr Baltiksjónum voru seld á, hvorki meira né minna, en 100 Evrur á kílóið sem slagar í 17 þúsund krónur. Þetta dæmi sýnir tvennt með skýrum hætti: Framboð af ákveðnum fisktegundum úr villtri náttúru er komið niður úr öllum lágmörkum og að ákveðinn hópur neytenda er tilbúinn að borga svimandi upphæðir fyrir slíka vöru.

Þeir geta orðið glettilega stórir, laxarnir í Baltiksjónum. Þessi var 14 kg og hefði gefið dágott í vasa, einn og sér, á markaðinum í Lion.