Enn af lygilegu fiskverði - Landssamband smábátaeigenda

Enn af lygilegu fiskverðiÍ síðustu viku birtist hér á síðunni frétt af ótrúlega háu verði sem greitt var fyrir grásleppu á fiskmarkaðinum í Hirtsals í Danmörku og fyrir fersk hrogn úr henni hjá fisksölum.  Þar voru 100 grömm af ferskum hrognum seld á 2300.- kr. en til gamans má geta þess að það er u.þ.b. 1/10 heimsmarkaðsverðs á silfri nú um stundir.  

Í dag gerðist það síðan á fiskmarkaði í Lion í Frakklandi að fersk flök af villtum laxi úr Baltiksjónum voru seld á, hvorki meira né minna, en 100 Evrur á kílóið sem slagar í 17 þúsund krónur.  Þetta dæmi sýnir tvennt með skýrum hætti:  Framboð af ákveðnum fisktegundum úr villtri náttúru er komið niður úr öllum lágmörkum og að ákveðinn hópur neytenda er tilbúinn að borga svimandi upphæðir fyrir slíka vöru.

Screen Shot 2012-04-02 at 11.58.12 PM.png

Þeir geta orðið glettilega stórir, laxarnir í Baltiksjónum.  Þessi var 14 kg og hefði gefið dágott í vasa, einn og sér, á markaðinum í Lion.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...