Nýtt hlutverk fyrir hrognkelsið? - Landssamband smábátaeigenda

Nýtt hlutverk fyrir hrognkelsið?Eins og grásleppuveiðimönnum er kunnugt er nú fundinn markaður fyrir skrokk grásleppunnar.  Þar með leggst sá leiði fylgifiskur veiðanna af að henda henni í sjóinn eftir að hrognin hafa verið fjarlægð.  Í gegnum tíðina hafa allskonar tilraunir verið gerðar til að koma skrokknum í verð.  T.d. var gerð tilraun með efnaframleiðslu úr hveljunni fyrir snyrtivörur og lyf en það þótti ekki svara kostnaði.

Um nokkurt skeið hafa verið gerðar tilraunir með hlutverk fyrir grásleppuna - og þá reyndar rauðmagan líka - sem er vægast sagt ólíkt því sem hrognkelsi hafa gegnt til þessa.
 
Í laxeldi er laxalúsin þekkt vandamál og ýmislegt hefur verið reynt til að leysa það.  Þannig hefur fiskurinn bergsnapi (Ballan Wrasse) verið notaður að einhverju marki sem „hreinsifiskur“, þ.e. hann er settur í kvíar með laxi. Bergsnapinn tekur umsvifalaust til starfa við að tína lúsina af laxinum.  
Hrognkelsi haga sér með sama hætti, sé það sett saman við lúsuga laxa.  Á myndbandinu sem hér má líta   http://vimeo.com/32502807  sjást pínulítil hrognkelsi í þessu nýja hlutverki.  

Screen Shot 2012-04-04 at 12.46.39 AM.png

Úr myndbandinu.  Eins og sést er þessi tilraun gerð með mjög ung hrognkelsi. Þarna er eitt þeirra að búa sig undir að háma í sig gómsæta lúsina.

Screen Shot 2012-04-04 at 12.40.14 AM.png

Bergsnapi (Labrus bergylta)
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...