Risaárgangur á leiðinni - Landssamband smábátaeigenda

Risaárgangur á leiðinni
Hafrannsóknastofnunin hefur birt fyrstu niðurstöður úr togararallinu sem fram fór 28. febrúar til 15. mars.  
Meðal þess sem þar kemur fram er að risaárgangur af þorski virðist vera innan seilingar.  Um er að ræða 2011 árganginn en mælingar benda til að annar eins árgangur hafi ekki komið fram síðan 1985.

Screen Shot 2012-04-12 at 23.31.33.png

Þá spítist stofnvísitala þorsks upp og hefur ekki verið hærri síðan 1985.
Þorskurinn braggast vel, holdafar hans við sunnanvert landið ekki betra síðan vigtanir hófust 1993 og fyrir norðan þarf að fara aftur til 1996 til að finna hann holdbetri og lifrarmeiri.

Screen Shot 2012-04-12 at 23.32.22.png

Það góða ástand sem hér er lýst endurspeglar upplifun sjómanna undanfarin ár sem þeir hafa komið á framfæri í fjölmiðlum.   Er vel að skoðanir Hafró og þeirra fara nú saman sem hlýtur að verða til að veiðiheimildir verði stórauknar. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...