Tilmæli til grásleppuveiðimanna - Landssamband smábátaeigenda

Tilmæli til grásleppuveiðimannaKomið hefur í ljós við reglubundið eftirlit hjá Fiskistofu og Landhelgisgæslu að misbrestur er á að reglum sé fylgt um fjölda neta sem nota má við veiðarnar.  Hér með er ákvæði reglugerðar um hrognkelsaveiðar er lítur að þessu áréttað.

Hverjum bát er heimilt að hafa allt að 100 hrognkelsanet í sjó fyrir hvern
mann sem lögskráður er á bátinn.  Að hámarki er hverjum bát heimilt að 
hafa 300 net í sjó.  Takmörkun þessi miðast við 60 faðma áfellda slöngu.
Sé notuð 120 faðma áfelld slanga er heimilt að vera með helmingi færri 
net í sjó en að framan greinir.“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...