Strandveiðar skila nýliðun - svekktur yfir yfirlýsingum frá ASÍ - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar skila nýliðun - svekktur yfir yfirlýsingum frá ASÍ


Það er álit Jóns Tryggva Árnasonar sem gerir út Margréti ÞH á Kópaskeri.  Rætt er við Jón í Brimfaxa um útgerðina.  Aðspurður um hvernig honum lítist á strandveiðina, er hún raunverulegur kostur?

„Já hún er það svo sannarlega.  Eftir að þessi strandveiði kom til viðbótar við grásleppuna, getur maður nánast gert sjósóknina að heilsárs atvinnu.  Þeir, sem engan hafa kvótann, geta verið byrjaðir á grásleppunni um miðjan mars og verið svo að til ágústloka.  Svo fer hellings timi til undirbúnings fyrir grásleppuvertíðin, fella netin og ýmislegt fleira.  Það er því ekki langur timi, sem menn þurfa að dekka með einhverri annarri vinnu.  Maður er því undrandi á því að heyra menn tala um að þetta kerfi skili engri nýliðun.  Maður sér bara orðið fjölda manns sem lætur sér nægja grásleppu og strandveiðar og dæmið virðist ganga alveg upp.  Menn eru kannski að fiska þetta 20 til 25 tonn á handfærin yfir tímabilið og það gefur bara ágætis afkomu ef menn eru skynsamir í fjárfestingu.  Þá skilar grásleppan sínu líka.  Maður er því hálf svekktur yfir þessum yfirlýsingum frá ASÍ  að strandveiðarnar séu ekki til neins.  Þetta skilar sér og ég væri ekki á sjó, nema þetta hefði komið ti.  Það er bara þannig og það á við um marga,“ segir Jón Tryggvi.Viðtalið í heild.pdf
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...