Samstöðufundur á Austurvelli - Landssamband smábátaeigenda

Samstöðufundur á AusturvelliFyrr í dag var haldinn fjölmennur fundur á Austurvelli.  Fundurinn fór í alla staði vel fram og var gerður góður rómur af ræðum sem þar voru fluttar.


Í lok fundar var samþykkt með dynjandi lófaklappi eftirfarandi ályktun:


„Fundur haldinn á Austurvelli fimmtudaginn 7. júní 2012 beinir því til alþingismanna að taka tillit til alvarlegra athugasemda fjölmargra aðila við frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjöld.


Fundurinn skorar á Alþingi að vanda til verka við endurskoðun fiskveiðilöggjafarinnar og hafa um það víðtækt samráð“

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...