Stjórnarfundur á morgun. Mönnum líst ekkert á blikuna. - Landssamband smábátaeigenda

Stjórnarfundur á morgun. Mönnum líst ekkert á blikuna.


Stjórnarfundur hjá Landssambandi smábátaeigenda hefur verið boðaður á morgun, miðvikudaginn 6. júní.

Umfjöllunarefni fundarins verður að sjálfsögðu það sem við blasir að óbreyttum frumvörpum ríkisstjórnarinnar um veiðigjald og stjórnun fiskveiða. 

Það er vægt til orða tekið að mönnum lítist illa á blikuna. Margir þeirra sem rætt hefur verið við undanfarna daga hafa ýmist reiknað sjálfir, eða látið aðra sjá um það fyrir sig, hvaða áhrif frumvörpin, og þá sérstaklega veiðigjaldsfrumvarpið, munu hafa á afkomu viðkomandi útgerðarfyrirtækja.

Þær niðurstöður eru svo slæmar að menn sjá enga leið útúr þeim vanda sem við blasir að óbreyttu. Mismunandi er eftir fyrirtækjum hversu lengi þau geta hangið uppi, eða frá einu og uppí fjögur ár.

Stjórn LS mun senda frá sér yfirlýsingu eftir fund hennar á morgun.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...