Month: July 2012

  • Skyldulesning fyrir strandveiðimenn á A svæðinu!

    Strandveiðimenn á A svæðinu eru sérstaklega hvattir til að kynna sér reglugerðina sem sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út varðandi viðbótardag þann sem bátum á því svæði er heimilt að stunda veiðar á nú í ágúst. Um er að ræða þá báta sem héldu ekki til veiða þriðjudaginn 10. júlí s.l. Listinn yfir þessa báta er hér:…

  • Trillukarlar – veðurstöð í Flatey

    Snæfell – félag smábátaeigenda á Snæfellsnesi – hefur í nokkurn tíma óskað eftir að komið verði upp sjálfvirkri veðurstöð í Flatey.  Félagið hefur  bent á að stöðin mundi þekja stórt óvissusvæði og þar með að auka öryggi sjófarenda í Breiðafirði. Sú hindrun sem Snæfell rakst gjarnan á við að ná fram kröfu sinni, var að ekki væru til…

  • Lýst er eftir skipsáhöfn, með fulla vasa af seðlum

    Það er við hæfi í vikulok að segja frá einhverju „ud av de vanlige. Maður er nefndur Cairo Laguna, borinn og barnfæddur í Nikvaragua.  Hann er um miðjan aldur og hefur gert út 12 metra bát frá vesturströndinni til margra ára. Báturinn ber hið sjaldgæfa nafn „Israel, sérstaklega sé heimaland hans haft í huga.  …

  • Ályktun stjórnarfundar LS 18. og 19. júlí sl.

    Dagana 18. og 19. júlí sl. hélt stjórn LS sinn árlega sumarfund. Að þessu sinni var hann haldinn á Höfn í Hornafirði. Fjölmörg mál voru til umfjöllunar, en í lok fundar samþykkti stjórnin einróma eftirfarandi ályktun: Stjórnarfundur Landssambands smábátaeigenda (LS) haldinn dagana 18. og 19. júlí 2012 ályktar eftirfarandi: Enn eitt fiskveiðiár í starfi sjávarútvegsins…

  • Strandveiðar í byrjun ágúst

    Mikið hefur verið fjallað um komandi tímabil strandveiða sem hefst 1. ágúst nk.  Bent hefur verið á og komið fram óskir um að fresta upphafstíma veiðanna fram yfir verzlunarmannahelgi.    Málefnið kom til umræðu á fundi stjórnar LS sem haldinn var 18. og 19. júlí sl.   Þar kom fram að LS hefði rætt fyrirkomulag…

  • Reglugerðir fiskveiðiárið 2012/2013

    Í dag, 17. júlí, birtust í Stjórnartíðindum fjórar reglugerðir sem falla undir lög um stjórn fiskveiða. Reglugerðirnar eru eftirfarandi: Reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2013 Reglugerð um byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2012/2013 Reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013 Reglugerð um sérstaka úthlutun til skel- og rækjubáta

  • Aflalutdeild í þorski gefur 17,1% aukningu

    Sl. föstudag 13. júlí var gefin út reglugerð um veiðar í atvinnuskyni fiskveiðiárið 2012/2013.   Reglugerðin færir m.a. þau ánægjulegu tíðindi að aflahlutdeild gefur nú meiri aukningu og minni skerðingu heldur en breytingar á heildarafla segja til um. Heildarafli í þorski var aukinn um 10,4% en aflahlutdeild skilar 17,1% aukningu.  Ástæður þessa eru að nú…

  • Metþátttaka í strandveiðum

    Í ár eru strandveiðar stundaðar 4. árið í röð.  Þátttaka í veiðunum nú slær öll met, alls hafa 745 bátar hafið veiðar. Á fyrsta ári strandveiða voru 554 bátar sem tóku þátt í veiðunum, 2010 voru bátarnir 738.  Í fyrra fækkaði hins vegar niður í 685 báta og var því fjölgunin nú kærkomin og sýnir…

  • Ákvörðun um heildarafla – þorskur enn undir 200 þús.

    Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tilkynnt ákvörðun sína um heildarafla á næsta fiskveiðiári 2012/2013. Helstu tölur eru: Þorskur 195.400 tonn Ýsa  36.000 tonn Steinbítur    8.500 tonn Ufsi  50.000 tonn Það er ljóst að með þessari ákvörðun, sem byggist að miklu leiti á tillögum Hafrannsóknastofnunarinnar, að við blasir erfitt ár við smábátaeigendum vegna…

  • Strandveiðar – B svæði lokar

    Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði B, frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps. Frá og með þriðjudeginum 17. júlí eru strandveiðar bannaðar á svæðinu. Þegar fyrir lágu bráðabirgðatölur af aflastöðu eftir gærdaginn átti eftir að veiða 133 tonn af júlískammtinum sem gera má ráð fyrir að náist í dag og…