Laun fiskimanna eru vanþakklæti - Landssamband smábátaeigenda

Laun fiskimanna eru vanþakklæti


Þær eru oft furðulegar, uppákomurnar í fiskveiðunum.  Eftirfarandi dæmi lýsa þessu ágætlega, en þau greina frá tveimur atburðum sem átt hafa sér stað á Bretagne skaganum í Frakklandi.

Humarveiðimennirnir á Breagne skaganum, í samvinnu við stjórnvöld og vísindamenn stóðu að því að sett var skilja aftur undir poka í humartrollunum þeirra. (Íslendingar eru ekki eina þjóð heims sem veiðir humar í troll, eins og margir halda).  
Tilgangurinn var að losna við meðaflann, sem að uppistöðu var frekar smávaxinn Hake sem þó var vel seljanlegur og hluti af tekjum veiðimannanna.  Þeir sammæltust hinsvegar um að verkefnið væri vel þess virði því þeir fengju þá stærri fisk síðar meir, sem væntanlega yrði verðmeiri.   

Nokkrum árum síðar fór verkefnið að skila sér, og karlarnir fóru að verða verulega varir við mun stærri og fallegri fisk.  Nú hlaut að koma uppskerutími. 
Screen Shot 2012-07-10 at 7.47.43 PM.png 

                                                             Hake

Þetta reyndist tálsýn ein.  Í millitíðinni höfðu fiskkaupendur náð samningum við aðra veiðimenn, í fjarlægum löndum, um viðskipti með sama fisk, nema á miklu lægra verði en þeir höfðu borgað heimamönnunum áður en „gildruverkefninu“ var ýtt úr vör.  Þegar heimamennirnir buðu kaupendunum stóra og fallega Hake-inn sinn, slettu þeir síðarnefndu í góm og sögðust svo sem geta keypt þetta, en verðið væri helmingi lægra en veiðimennirnir voru með hugmyndir um.  

Það má því með sanni segja að veiðimennirnir hafi sjálfir gengið í gildru og launin minni en engin að standa að því að friða stofninn.

Ansjósumálið

Screen Shot 2012-07-10 at 7.44.00 PM.png
                                                               Ansjósa

Annað nákvæmlega eins dæmi af svæðinu er að veiðimenn á ansjósu samþykktu að skera kvótann sinn niður í núll í nokkur ár, til að leyfa viðkomandi stofni að jafna sig.  
Þegar ljóst var að stofninn var allur að braggast og veiðar gátu hafist á ný endurtók sagan sig og launin þau sömu: kaupendur höfðu fundið aðra seljendur og friðunin varð því til lítils.

Þeir munu áreiðanlega hugsa sig um tvisvar þegar ætlunin verður að láta þá alfarið sjá um að friða eða byggja upp fiskistofna á svæðinu.  Brenndir forðast jú eldinn.

1 Athugasemdir


Ef fiskimennirnir hefðu ekki farið í að friða fiskinn og stofninn hefði hrunið þá væri tekjustofninn þeirra horfinn hvort sem er.
Fyrir fullt og allt.

Auðvitað er súrt að gömlu kaupendurnir séu farnir annað en þar með er ekki sagt að ekki sé hægt að ná þeim til baka eða finna nýja kaupendur.

Hvorugt er hægt að gera ef stofninn er hruninn.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...