LS - þorskkvótinn verði 230 þús. tonn - Landssamband smábátaeigenda

LS - þorskkvótinn verði 230 þús. tonnLandssamband smábátaeigenda fundaði með Steingrími J. Sigfússyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sl. mánudag.  Tilefnið var afstaða LS til tillagna Hafró um heildarafla á næsta fiskveiðiári.

Á fundinum kynnti LS tillögur sínar sem ekki eru allar samstíga ráðleggingum Hafrannsóknastofnunarinnar. 

 Screen Shot 2012-07-04 at 17.37.21.png


Í bréfi til ráðherra færir félagið mörg rök máli sínu til stuðnings.  T.d. er ráðherra bent á að verði farið að tillögum Hafró varðandi þorskinn er allt útlit fyrir að aðeins verði veitt 16% af áætluðum veiðistofni hans á næsta ári. 
  
Hlutfallið hefur farið minnkandi ár frá ári, þegar litið er til endanlegrar mælingar á veiðistofni.  Árið 2011 var hlutfallið 18% og allt stefnir í að það verði 17% á þessu ári.   Aflaregla sem stjórnvöld hafa farið eftir, og LS hefur rækilega verið minnt á að ekki verði vikið frá, hljóðar hins vegar í stórum dráttum upp á 20%. 
 
Þegar litið er til þessara þátta þykir LS einsýnt að ráðherra ákveði heildarafla í þorski á næsta ári amk. 230 þús. tonn. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...