Metþátttaka í strandveiðum - Landssamband smábátaeigenda

Metþátttaka í strandveiðumÍ ár eru strandveiðar stundaðar 4. árið í röð.  Þátttaka í veiðunum nú slær öll met, alls hafa 745 bátar hafið veiðar.

Á fyrsta ári strandveiða voru 554 bátar sem tóku þátt í veiðunum, 2010 voru bátarnir 738.  Í fyrra fækkaði hins vegar niður í 685 báta og var því fjölgunin nú kærkomin og sýnir svo ekki verður um villst gríðarlegan áhuga á að stunda strandveiðar.

Veiðarnar hafa gengið vel í ár, afli víðast hvar verið með ágætum og gæftir yfir meðallagi góðar.  


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...