Auglýsing um stöðvun strandveiða á svæði D - Landssamband smábátaeigenda

Auglýsing um stöðvun strandveiða á svæði D


Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur birt auglýsingu um stöðvun strandveiða á svæði D, frá Hornafirði til Borgarbyggðar.

Frá og með 22. ágúst 2012 eru strandveiðar bannaðar á svæði D.  Lýkur þar með strandveiðivertíðinni á fiskveiðiárinu 2011/2012.

Alls veiddust um 8700 tonn á 760 báta, meðalaflinn á bát var því rúm 11,4 tonn á bát.  
Aflaverðmætið var milli 2,5 - 2,6 milljarðar, eða rúmar 3,4 milljónir að meðaltali á bát.  

Veiðarnar þóttu takast með ágætum í sumar og þær setja æ meiri svip á mannlífið í sjávarbyggðum landsins. 
Nánari úttekt á strandveiðunum verður birt hér á vefnum síðar.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...