Flottrollsveiðar bannaðar innan 12 sjómílna - Landssamband smábátaeigenda

Flottrollsveiðar bannaðar innan 12 sjómílnaSjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um sem bannar notkun flottrolls við veiðar á íslenskri sumargotssíld innan 200 m dýptarlínu, en þó hvergi nær landi en 12 sjómílur.  

Bannið tók gildi 22. ágúst sl.  Með reglugerðinni er komið í veg fyrir að flottrollsskip notfæri sér veiðileyfi í síld í því skyni að veiða makríl innan 200 m dýptarlínu og ná jafnvel þannig að fara innfyrir 12 sjómílur frá viðmiðunarlínu.   

Á myndinni sýnir rauða línan 12 mílna mörkin, en 200 m dýptarlína er þar víðast fyrir utan nema við norðanvert Snæfellsnes og í miðjum Faxaflóa.

Screen Shot 2012-08-27 at 10.50.40.png


Landssamband smábátaeigenda hefur í mörg ár gagnrýnt auknar veiðar með flottrolli og fært fyrir því ýmis rök.  Reglugerðin er því fagnaðarefni og vonandi að hún sé aðeins fyrsta skrefið í að koma til móts við samþykktir aðalfunda LS um flottrollsveiðar.   

2011
LS leggur til að frá og með 1. janúar 2012 verði skylt að hafa skilju sem flokkar meðafla frá uppsjávaraflanum við veiðar með flottrolli.

LS beinir því til Fiskistofu að kannað verði hversu mikið veiðist af grásleppu sem meðafli í flottroll.

2010
Að Fiskistofa (veiðieftirlitið) safni upplýsingum um hversu mikið magn af grásleppu er landað sem meðafla á uppsjávarveiðiskipum.  (Mætti birta þær upplýsingar á heimasíðu LS).                                Fundurinn lýsir áhyggjum sínum vegna þeirra grásleppu, sem veiðist sem meðafli í flottroll.
Greinargerð:   
Hermt hefur verið að umtalsvert magn af grásleppu slæðist með í flottroll við síld- og makrílveiðar.

2009
Aðalfundur LS skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að banna flottroll við veiðar á loðnu og síld þar til að Hafrannsóknastofnunin setur fram sannanir um að þær séu ekki skaðlegar vistkerfinu.

1 Athugasemdir

Þetta er glæsilegt.!
og gott væri að snurvoðaveiðar og Dragnótaveiðar færðust út fyrir 12 mílur eða út fyrir 200 metra dýpi,það er með ólíkindum að sjá þá þessi skip upp undir 4 mílur fra landi Stafnes 1 mai þegar fiskurinn er ekki buinn að hrygna teljum allt upp í 20 togskip uppi landi á þessum tima

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...