Kjarasamningur undirritaður - Landssamband smábátaeigenda

Kjarasamningur undirritaðurFrá 21. maí sl. hafa staðið yfir viðræður undir stjórn ríkissáttasemjara um kjarasamning milli LS og sjómannasamtakanna.  Á fundi í gær dró til tíðinda.  Sáttasemjari mat stöðuna þannig að það lítið stæði út af að aðilar ættu að geta lokið við gerð samnings á fundinum.  Það reyndist rétt þar sem samninganefndir rituðu nöfn sín undir kjarasamning rétt fyrir miðnætti.

Samningurinn gildir til 1. janúar 2014.

LS mun kynna samninginn á aðalfundum svæðisfélaganna í september og október þar sem félagsmenn munu greiða um hann atkvæði.  Talning og niðurstaða verður kynnt 5. október nk.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...