Strandveiðar fóru vel af stað - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar fóru vel af staðÁætla má að í gær miðvikudaginn 1. ágúst hafi um 530 bátar landað afla sem jafngildir að tveir af hverjum þremur sem hafa leyfi hafi verið á sjó.  Endanlegar tölur liggja þó ekki fyrir. 

Strandveiðiafli dagsins varð 309 tonn, en sú tala á líklega eftir að hækka eitthvað þegar endanlegri vigtun er lokið.

Á A svæðinu þar sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur auglýst að strandveiðum ljúki í dag endaði aflinn í 161 tonni sem er um helmingur þess sem eftir er.  Það er því ljóst að áætlunin sem auglýsing ráðuneytisins byggir á mun standast.


Myndin sýnir stöðuna eins og hún er eftir gærdaginn.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...