Aðalfundur Króks: Makrílveiðiheimildir krókabáta verði margfaldaðar - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Króks: Makrílveiðiheimildir krókabáta verði margfaldaðar


Aðalfundur Strandveiðifélagsins Króks var haldinn á Patreksfirði laugardaginn 22. september s.l.  Fundurinn var ágætlega sóttur og hinn ágætasti í alla staði.  Fjölmargar ályktanir voru samþykktar sem m.a. var beint til aðalfundar LS sem verður haldinn 18. og 19. október n.k.

Eitt af því sem kom til umræðu voru makrílveiðar krókabáta, en eins og kunnugt er urðu ákveðin þáttaskil á þessu ári hvað þær varðar.  Mun fleiri bátar tóku þátt í þeim veiðum og þær gengu mun betur en nokkru sinni.
Fundarmönnum var heitt í hamsi yfir þeim gjörningi stjórnvalda að skera niður þær litlu veiðiheimildir sem í upphafi voru eyrnamerktar krókaveiðunum.  Þessar heimildir hljóðuðu í fyrstu uppá 3000 tonn, en sjávarútvegsráðuneytið fannst ástæða til að skera þær niður í 845 tonn á árinu 2012. 

Eftir umræður var samþykkt krafa á hendur stjórnvalda um að auka veiðiheimildir til krókaveiðanna í a.m.k. 10.000 tonn.  

Bent var á að gæði makríls frá krókaveiðum eru mun meiri en frá öðrum veiðiskap. Með ólíkindum sé að á sama tíma og uppsjávarflotanum líðst að moka þessum dýrmæta fiski í bræðslu eru smábátum meinað að stunda þessar veiðar.

Tryggvi Ársælsson frá Tálknafirði var endurkjörinn formaður Króks.

  
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...