Aðalfundir Snæfells, Reykjavíkur og Árborgar - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir Snæfells, Reykjavíkur og ÁrborgarÍ hönd fer tími aðalfunda svæðisfélaganna.  Snæfell ríður á vaðið með aðalfund sinn nk sunnudag 16. september.  Fundurinn verður haldinn á Hótel Framnesi í Grundarfirði og hefst kl 14:00.
Búast má við fjölmenni á fundinn, enda er félagið stærst svæðisfélaga LS sem tryggir því m.a. flesta fulltrúa á aðalfund LS alls 6 auk stjórnarmanns í LS, sem er formaður félagsins Alexander Kristinsson.
Sjá nánar fundarboð til.pdf félagsmanna.


Smábátafélag Reykjavíkur
Aðalfundur verður haldinn í félagsmiðstöð félagsins nk. mánudag 17. september.   Fundurinn hefst kl 20:00.
Formaður Smábátafélags Reykjavíkur er Þorvaldur Gunnlaugsson sem jafnframt er fulltrúi félagsins í stjórn LS.
Sjá nánar fundarboð.pdf.


Árborg
Aðalfundur Árborgar verður í Rauðahúsinu á Eyrarbakka nk. þriðjudag 18. október.     Formaður Árborgar er Þorvaldur Garðarsson sem jafnframt er fulltrúi félagsins í stjórn LS.


Kjarasamningur
Ætla má að nýgerður kjarasamningur LS og sjómannasamtakanna verði mest til umræðu á fundum svæðisfélaganna.  Þar verður rækilega farið yfir samninginn og greidd um hann atkvæði.  Formaður samninganefndar LS, Pétur Sigurðsson, mun af því tilefni mæta á fundina auk formanns og framkvæmdastjóra LS.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...