Aðalfundur Árborgar - ofurskattlagningu mótmælt - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundur Árborgar - ofurskattlagningu mótmæltÁrborg hélt aðalfund sinn 18. september sl.  Þorvaldur Garðarsson var endurkjörinn formaður félagsins.  
Á fundinum voru samþykktar tillögur til aðalfundar LS.  Meðal þeirra voru eftirtaldar:

  • Aðalfundur LS mótmæli kröftuglega hversu lítill kvóti er gefinn út í ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári.  Kvótaskerðingin ekki í nokkru samræmi við ástand ýsustofnsins og mun einungis leiða til vandræða.

  • Áhersla verði lögð á að leita allra leiða til að koma í veg fyrir afnám sjómannaafsláttarins.

  • Aðalfundur LS hafni alfarið inngöngu Íslands í Evrópusambandið og mótmæli aðildarumsókninni harðlega.

  • Að makrílpotturinn sem ætlaður er til handfæraveiða verði hækkaður í 3000 tonn eins og hann var í upphafi.  Tekið verði tillit til þess að eigendum handfærabáta hafi ekki gefist tími til að útbúa bátana og þróa veiðarnar, til þess þurfi nokkurra ára svigrúm.  Til lengri tíma litið er ekki óeðlilegt að færabátum sé úthlutað 20.000 tonnum á ári.

  • Að aðalfundur LS berjist af mikilli hörku gegn þeirri ofurskattlagningu sem stjórnvöld hafa nú lagt á sjávarútveginn og mun smám saman draga allan mátt úr greininni og verða til þess að íslenskur sjávarútvegur mun dragast aftur úr keppinautum sínum erlendis.


 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...