Fjölmenni á aðalfundi Snæfells - Landssamband smábátaeigenda

Fjölmenni á aðalfundi SnæfellsAðalfundur Snæfells var haldinn í gær sunnudaginn 16. september.  Fundurinn var afar vel sóttur og umræður málefnalegar.  Meðal tillagna sem fundurinn sendi frá sér er að áætlað magn til makrílveiða verði allt að 10 þús. tonn.
 
Aðalmál fundarins og það sem tók mestan tíma var nýgerður kjarasamningur LS og sjómannasamtakanna.  Farið var yfir samninginn lið fyrir lið og í kjölfarið fylgdu margar spurningar og ljóst að fundarmenn hafa kynnt sér efni hans afar vel.
Umræðum um samninginn lauk með atkvæðagreiðslu.  Alls greiddu 42 atkvæði sem er 25,3% þátttaka.  

IMG_6832.jpg
Eins og komið hefur fram er atkvæðum safnað saman af öllum aðalfundum svæðifélaganna og verður kjörkassinn opnaður föstudaginn 5. október og atkvæði þá talin.

Meðal tillagna sem Snæfell samþykkti eru:

  • ráðgjöf Hafró verði tekin til endurskoðunar og ýsukvóti aukinn
  • grásleppubátar fái heimild til strandveiða í maí og grásleppuveiða í júní
  • strandveiðibátum verði heimilað að róa fjóra daga í viku, hámarkslengd róðra 14 klst., 650 þorskígildi á dag, fjórar rúllur, maí til ágúst, óbreytt svæði og utan kvóta
  • heimilt verði að segja sig frá strandveiðum í lok 1. 2. eða 3. tímabils og hefja frá þeim tíma aðrar veiðar
  • veiðar á skötusel verði gefnar frjálsar
  • veiðidagar á grásleppu verði ekki færri en 50
  • krafa um að Fiskistofa og Hafró skili skýrslu um meðafla í flottroll.  Þá telur fundurinn að rannsóknir Hafró á hrognkelsum séu til skammar og að veiðunum sé best stjórnað af LS
  • afstöðu um stækkun krókaaflamarksbáta frestað fram yfir niðurstöðu í Bíldseyjarmáli.
  • krókaveiðar á makríl verði opnar öllum krókabátum og veiðimagn verði allt að 10.000  tonn

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...