28. aðalfundur LS - Landssamband smábátaeigenda

28. aðalfundur LSEins og fram hefur komið verður 28. aðalfundur Landssambands smábátaeigenda haldinn 18. og 19. október nk.  Fundurinn verður í Turninum í Kópavogi og hefst kl 10:00.

Á undanförnum vikum hafa svæðisfélög LS (15 að tölu) haldið aðalfundi sína. Fundirnir hafa verið vel sóttir og eftir föngum hefur verið sagt frá þeim hér á heimasíðunni.  Félögin hafa öll samþykkt tillögur sem verða til umræðu á aðalfundi LS.  

Rétt til setu á aðalfundi LS hafa allir félagsmenn í LS.  
Kjörnir fulltrúar á aðalfundum svæðisfélaganna eru 36 og hafa þeir ásamt stjórn LS, formanni og framkvæmdastjóra atkvæðisrétt á aðalfundinum.   Aðrir félagsmenn sem mæta á fundinn hafa ekki atkvæðisrétt, en er heimilt að öðru leiti að taka að fullu þátt í honum.

Hér má sjá nöfn stjórnarmanna og fulltrúa á aðalfundi LS sem kjörnir voru á aðalfundum svæðisfélaganna, í hvaða nefndum hver og einn mun starfa í og tilnefningu svæðisfélaga til stjórnar LS.Það skal ítrekað að aðalfundurinn er opinn öllum félagsmönnum LS og eru þeir hér með boðnir velkomnir.  Vegna skipulagningar er tilkynning um þátttöku nauðsynleg. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...