Hvatning til félagsmanna - Landssamband smábátaeigenda

Hvatning til félagsmannaUndanfarna daga hafa allmargir félagsmenn sett sig samband við skrifstofu LS vegna þeirra breytinga í tryggingamálum sem eiga sér stað með tilkomu
kjarasamnings LS og sjómannasamtakanna.

Af eðlilegum ástæðum myndaðist tímabundið „tómarúm“ við samþykki
samningsins, þ.e. að þær tryggingar sem í honum felast fara sjálfkrafa í
gildi, hvort sem hver og einn hafi gætt þess að samræma sína tryggingastöðu
því sem kjarasamningurinn kveður á um.

Í þessu getur falist sú hætta að útgerðaraðili sem ekki hefur gengið frá
sínum málum í samræmi við kjarasamninginn lendi í bótaábyrgð sem er langt
umfram getu flestra ef ekki allra smábátaútgerða.

Í kynningu á samningnum á aðalfundum svæðisfélaganna nú nýverið voru menn hvattir til að ganga frá þessum málum sem fyrst, en jafnframt þess getið að viðsemjendur okkar hefðu sýnt því skilning að einhver tími gæti liðið þar
til þessi mál yrðu komin í þann farveg sem ætlast er til. Sá tími gæti
jafnvel verið til áramóta.

LS vill hér með hvetja félagsmenn eindregið til þess að hafa samband við
sitt tryggingafélag og ganga frá þessum málum sem allra fyrst.
A.m.k. eitt tryggingafélag (TM) hóf af eigin frumkvæði að hafa samband við
sína viðskiptavini til að ganga frá þeim breytingum sem um ræðir.   

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...