Jón Ásbjörnsson fallinn frá - Landssamband smábátaeigenda

Jón Ásbjörnsson fallinn frá


Jón Ásbjörnsson fiskútflytjandi er látinn.  Hann var 73 ára, fæddur 30. nóvember 1938.

Jón var fjölmörgum trillukörlum af góðu kunnur, en hann var til áratuga einn helsti útflytjandi saltaðra grásleppuhrogna frá Íslandi. S.l. tuttugu ár tók hann reglulega þátt í hinum alþjóðlega fundi sem haldinn er um málefni grásleppuveiða og vinnslu. Jón var hvergi feiminn við að halda fram sínum skoðunum, hvort sem þær féllu í kramið eða ekki.

Hin síðari ár jukust samskipti hans og skrifstofu Landssambands smábátaeigenda verulega.  Jón hafði góða yfirsýn yfir hin ýmsu mál tengd sjávarútvegi og því gat verið mjög fróðlegt að heyra hans sjónarhorn af gangi mála.

Landssamband smábátaeigenda þakkar ánægjulega samferð og sendir ættingjum og aðstandendum dýpstu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd Landssambands smábátaeigenda

Arthur Bogason

Jón Ásbjörnsson.png

Jón Ásbjörnsson
 
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...