Hverjir ætla á makríl 2013? - Landssamband smábátaeigenda

Hverjir ætla á makríl 2013?Á aðalfundi LS var ákveðið að setja fót nefnd sem fjallar um málefni makrílveiðimanna.  Í Makrílnefnd LS eru eftirtaldir:

Davíð Freyr Jónsson Garðabæ
Einar Þorsteinn Pálsson        Árskógssandi
Halldór Kristinsson        Rifi
Sigurður Hlöðversson Vestmannaeyjum
Unnsteinn Þráinsson Höfn

Fyrsti fundur nefndarinnar var 9. nóvember sl.  Meðal þess sem rætt var á fundinum var fyrirkomulag veiðanna á næstu vertíð.  Samþykkt aðalfundar hvað það varðar er skýr:

„Makrílveiðar
Aðalfundur Landssamband smábátaeigenda ályktar að makrílpottur fyrir smábáta þ.e. báta undir 15 brt. verði aukinn í 18% af heildarafla í makríl, þ.e. að lágmarki 20.000 tonn í svipaðri fyrirmynd og þekkist erlendis, t.d. í Noregi.

Greinargerð.
a. Makrílveiðar á handfæri hafa verið stundaðar í nokkur ár. Þeir bátar sem stunduðu þessar veiðar á sl. fiskveiðiári gerðu það með mjög góðum árangri. Ljóst er að mjög hagkvæmt er að veiða makríl á handfæri miðað við önnur veiðarfæri.  Mikill áhugi er fyrir þessum veiðum og mjög margir hafa hug á þeim á næsta ári.  Samtímis því sem kaupendum sem hafa áhuga vegna gæða hans fer ört fjölgandi, mun úthlutun eins og hún hefur verið, engan veginn fullnægja þeirri þörf sem er fyrir þennan bátaflokk.

b. Helstu rök fyrir auknum veiðiheimildum til smábáta í makríl eru: 
Veiðarnar eru umhverfisvænar
Þær skila hágæða hráefni
Þær eru mannaflsfrekar - atvinnuskapandi
Þær afla mikillar þekkingar um göngur makríls á grunnslóð
Makríll étur mikið af seiðum svo sem grásleppu-, þorsk- og ýsuseiðum, sandsíli, rauðátu,        ljósátu og smásíld.  Og ekki má gleyma laxaseiðum.“


Á makríl 2013
Ákveðið var á fundi Makrílnefndar LS að kanna áhuga félagsmanna á veiðunum, þ.e. hversu margir hafa hug á að stunda veiðarnar á vertíðinni 2013.  
 

orn@smabatar.is

1 Athugasemdir

Sæll Örn!

Ég er að reyna að skrá Birtu Dís GK135 skipaskrárnúmer 2394 Hef hug á að stunda makrílveiðar 2013

Þessi linkur vill bara alls ekki opnast hjá mér hvað er til ráða?

fyrir hönd Hauks Einarssonar

Sóley Rut

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...