Lækkun á sérstöku veiðigjaldi - 130 umsóknir - Landssamband smábátaeigenda

Lækkun á sérstöku veiðigjaldi - 130 umsóknirFiskistofa hefur móttekið alls 130 umsóknir um lækkun á sérstöku veiðigjaldi.  Að sögn starfsfólks stofunnar átti það gott samstarf við útfyllingu og skil á umsóknum og mun gera sitt besta til að afgreiða þær svo að lækkunin komi til framkvæmda á fyrsta gjalddaga sem er 1. desember nk.

Vakin er athygli á að áfram er hægt að sækja um lækkun sem kemur þá til framkvæmda á öðrum eða þriðja gjalddaga veiðigjaldsins.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...