Sameiginleg yfirlýsing af fundi LS og grænlenskra fiskimanna - Landssamband smábátaeigenda

Sameiginleg yfirlýsing af fundi LS og grænlenskra fiskimanna


Hinn 31. október s.l. var haldinn í Nuuk á Grænlandi fundur KNAPK, Samtaka veiði- og fiskimanna á Grænlandi og Landssambands smábátaeigenda. Fundarefnið var hin erfiða staða sem uppi er varðandi sölumál grásleppuhrogna. 
Að auki var fundað með nokkrum kaupendum/framleiðendum og fulltrúum frá Verkalýðsfélagi Grænlands.
Screen Shot 2012-11-05 at 10.33.59 PM.png
Tönnes Bertelsen frá KNAPK lengst til vinstri ásamt þremur kaupendum/framleiðendum grásleppuhrogna í Nuuk

Flestir þessara aðila voru sammála um að eina leiðin til að koma í veg fyrir langt tímabil erfiðleika fyrir grásleppuveiðimenn, væri sameiginlegt átak helstu veiðiþjóðanna um að draga verulega úr sókninni á vertíðinni 2013.

Fyrirkomuleg veiðanna á Grænlandi er um margt ólíkt því sem gerist annars staðar. Þannig eru veiðarnar ekki háðar sérveiðileyfi, heldur fylgja hinu almenna leyfi til atvinnuveiða. Vertíðin hefur upphafs- og lokadag, en náttúrufarslegar aðstæður skipta vesturströnd Grænlands nokkuð sjálfkrafa niður í ein 7 veiðisvæði, þó þeirra sé ekki getið í lögum eða reglum.  Enn eru umtalsverð veiðisvæði ókönnuð við vesturströndina, sem og að engin grásleppa er veidd við austurströndina, þó vitað sé að eitthvað er af henni þar.

Screen Shot 2012-11-05 at 10.46.05 PM.png

Frá höfninni í Nuuk, beint fyrir neðan skrifstofur KNAPK. Mjög algengt er að grásleppuveiðarnar séu stundaðar á bátum eins og eru næst á myndinni. Ekki er óalgengt að "grynnri endinn" á trossunum sé festur í landi. Það er því ekki langt að fara fyrir marga þeirra, til að vitja um.


Hér er hin sameiginlega yfirlýsing:


 

efnisyfirlit síðunnar

...