Góð fiskgengd stöðvar hjól atvinnulífsins - Landssamband smábátaeigenda

Góð fiskgengd stöðvar hjól atvinnulífsinsFiskvinnslan Drangur á Drangsnesi hefur sent Steingrími J. Sigfússyni, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra bréf.  Í bréfinu er ráðherra greint frá þeirri alvarlegu stöðu sem komin er upp í hinu blómlega sjávarþorpi á Ströndum.  

„Okkar bátar geta ekki lengur róið til fiskjar þar sem ekki er til ýsukvóti.  En ýsuveiði hefur verið með besta móti hjá bátunum þrátt fyrir að þeir hafi forðast hana eins og heitan eld“, eins og segir í bréfi Fiskvinnslunar Drangs.  Nýverið var fjallað um lífið á Drangsnesi, á Stöð 2 í þáttaröðinni „Um land allt“ með Kristjáni Unnarssyni, en staðurinn er eitt minnsta sjávarpláss landsins.  

   

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...