Síldveiðar - bæjarstjórn Stykkishólms skorar á Steingrím - Landssamband smábátaeigenda

Síldveiðar - bæjarstjórn Stykkishólms skorar á SteingrímNýverið samþykkti bæjarstjórn Stykkishólms meðfylgjandi áskorun til Steingríms J. Sigfússonar atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um að auka síldarkvóta til netaveiða í Breiðafirði:


„Áskorun.

Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar fagnar því að haustið 2011 hafi verið úthlutað 350 tonna síldarkvóta til smábáta.  Kvótinn var þó ekki nýttur að fullu 2011.  Bæjarstjórn fagnar einnig að úthlutað hafi verið 600 tonna kvóta fyrir haustið 2012 til smábáta.  Þeim kvóta hefur þegar verið úthlutað.  Við teljum að öll rök séu fyrir að hagkvæmt og rétt sé að heimila síldveiðar smábáta í net í mun meira magni, en gert er.

Netaveiðarnar eru umhverfisvænar og koma sjómenn með gæða hráefni til vinnslu.  Aflinn er unninn mjög ferskur og útgerðarmenn borga 13 krónur í veiðigjald til ríkisins af hverju kílói.  Þegar fyrirkomulag veiða og vinnslu er með þessum hætti er verðmæta- og atvinnusköpunin eins og best verður á kosið.

Bæjarstjórn Stykkishólms skorar á Steingrím J. Sigfússon atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra að auka síldarkvóta til netaveiða á Breiðafirði.“
1 Athugasemdir

Ánægður með framtak Stykkishólms

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...