Loðnumæling veldur vonbrigðum - Landssamband smábátaeigenda

Loðnumæling veldur vonbrigðumHafrannsóknastofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu um loðnumælingar sem fram fóru á tímabilinu 4. - 12. janúar sl.  

Eftir mælingar sl. haust var gert ráð fyrir að hrygningarstofninn yrði um 700 þús. tonn á vetravertíðinni í ár. Á grundvelli þeirrar mælingar var lagt til að kvótinn á vetrarvertíð yfirstandandi árs yrði 300 þús. tonn.  

Niðurstöður mælingar nú valda hins vegar miklum vonbrigðum því þær gefa til kynna að hrygningarstofninn sé ekki 700 þús. tonn eða jafnvel stærri, heldur 320 þús. tonn.  Þar sem útbreiðsla og dreifing loðnunnar var óvenjuleg hefur verið ákveðið að halda að nýju til loðnumælinga síðar í janúar.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...