Þriðjungs aukning í ferskum þorski - Landssamband smábátaeigenda

Þriðjungs aukning í ferskum þorskiÁ fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs jókst útflutningur á ferskum þorski um rúm 31%, miðað við sama tímabil 2011.  Heildarverðmætið er að nálgast 21 milljarð en var 16,8 2011.

Frakkland er okkar langstærsti markaður, en þangað fór 41% alls útflutnings af ferskum þorski og magnaukning milli ára nam sömu prósentu.   Greinilegt að Frakkarnir kunna vel að meta gullið okkar.

Í öðru sæti hvað magn og verðmæti snertir eru Bretar og Belgar.  Fjórði stærsti markaður fyrir ferskan þorsk eru Bandaríkin, sem rúmlega þrefaldaði kaup sín héðan.   Samanlagt eru þessar fjórar þjóðir með 92% alls magnsins.

Ánægjulegt er að skoða þessar tölur og sjá hvernig íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa brugðist við breyttum aðstæðum.  Erfiðleikar á saltfiskmörkuðum S-Evrópu kölluðu á viðbrögð, sem felast m.a. í þessum stóraukna útflutningi á ferskum þorski.  Það er með ólíkindum að þetta hafi tekist á svo skömmum tíma.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...