Hert eftirlit með vigtun - Landssamband smábátaeigenda

Hert eftirlit með vigtunAtvinnuveganefnd Alþingis fjallar nú um frumvarp til breytinga á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar.  Breytingarnar varða eftirlit með vigtun, heimildir til að leggja á stjórnvaldssektir, gjaldtöku vegna sérvinnslu upplýsinga og afladagbækur.


Í umsögn 2012.pdf sem Landssamband smábátaeigenda gaf við frumvarpið er áréttað álit félagsins frá nóvember 2012 og nokkrum atriðum bætt við hana.  Þar er m.a. varað við endalausum kostnaði við vigtunarmálin og bent á að nú sé svo komið að nýjum aðilum sé nánast útilokað að hefja vinnslu.  Orðrétt segir í umsögn LS:  

Verði ekkert aðhafst til að lækka kostnað má gera ráð fyrir að vinnslan þjappist á fáar hendur sem leiðir til þess að einstök fyrirtæki komast í einokunarstöðu, t.d. hvað verðmyndun snertir eins og dæmi eru um í uppsjávarveiðum“.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...