Makríll - tillögur LS kynntar - Landssamband smábátaeigenda

Makríll - tillögur LS kynntarFyrr í dag fundaði LS með Steingrími J. Sigfússyni atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.  Þar kynnti LS tillögur sínar um makrilveiðar smábáta í náinni framtíð.


Lögð var áhersla á að makrílveiðar smábáta eru komnar til að vera.  Á árinu 2012 gekk makríllinn í fyrsta skipti í verulegu magni á þeirra veiðislóð og gengu veiðarnar vel.  


Tillögur LS gera ráð fyrir að hlutur smábáta í leyfilegum heildarafla á makríl verði 18% sem er svipað og Norðmenn úthluta til smábáta.


Hér má sjá kynningu LS á tillögum sínum sem lagðar voru fram á fundinum.  

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...