Markaðsátak fyrir saltfiskafurðir - Landssamband smábátaeigenda

Markaðsátak fyrir saltfiskafurðirNýverið samþykkti ríkisstjórnin að styðja sameiginlegt markaðsátak fyrir íslenskar saltfiskafurðir með 20 milljóna framlagi.  Íslandsstofa og íslenskir saltfiskframleiðendur höfðu frumkvæði að átakinu sem ætlað er að kynna saltaðar þorskafurðir í S-Evrópu.   

Verkefnið er opið öllum sem framleiða eða flytja út afurðir á Spán, Portúgal og Ítalíu sem átakið mun beinast að.  Með framlagi ríkisstjórnarinnar er tryggt að ekki undir 40 milljónum verður varið til að efla áhuga þessara þjóða á saltfisknum okkar því þátttakendur skuldbinda sig til að leggja a.m.k. jafnháa upphæð á móti.

Á morgun fimmtudaginn 14. febrúar verður markaðsátakið kynnt.  Kynningin verður í Borgartúni 35 Reykjavík 6. hæð og hefst kl 11.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...