Stærðarmörk krókaaflamarksbáta og strandveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Stærðarmörk krókaaflamarksbáta og strandveiðarAtvinnuveganefnd Alþingis hefur nú til meðferðar frumvarp ráðherra um stærðarmörk krókaaflamarksbáta og strandveiðar.  Landssamband smábátaeigenda skilaði umsögn til nefndarinnar 13. febrúar sl.  

Fyrri hluti umsagnar LS fjallar um stærðarmörkin.pdf, en þar er farið ítarlega yfir málefnið sem lýkur með tveimur tillögum sem lagðar eru fyrir nefndina.

Síðari hluti umsagnar LS fjallar um strandveiðar.pdf.  Tillögur LS byggjast á niðurstöðu strandveiðinefndar LS og samþykkt aðalfundar um framtíðarfyrirkomulag veiðanna.
8 Athugasemdir

Um stærðarmörk krókaaflamarksbáta. var að lesa hér á vef ls.tillögur a og b til atvinnuveganefndar alþingis þar sem m.a.kemur fram beiðni ls.um að krókaaflamarksbátar megi vera 15metrar að lengd í stað 12 áður. Á síðustu aðalfundum hafa alltaf einhverjir reynt að tala fyrir stækkun þessara báta en ekki haft erindi sem erfiði þar sem stór meirihluti félagsmanna hefur verið mótfallinn. Ég mótmæli því harðlega að fámennur hópur manna innan ls. sendi frá sér eitthvað annað en það sem aðalfundur ls hefur ákveðið

Get ekki setið undir þessari ásökun skriflaust þar sem að ég er einn af þessum "fámenna hópi" eða stjórn L.S. sem fer með æðsta vald L.S. á milli aðalfunda. Þar sem kemur til ýmissa mála á milli aðalfunda þarf stjórn að taka á og tækla mál sem ekki hafa komið til umræðu. En þar sem að þetta mál fékk sérstaka umræðu í flestum félögum og einnig á aðalfundi þá á þetta ekki við í það skipti.En þar sem komið er fram frumvarp um stærðarmörk krókaaflamarksbáta og stjórn L.S. þarf að koma frá sér umsögn um frumvarpið, þá hlýtur að þurfa að tala um málin eins og þau liggja fyrir. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þessi eini bátur sem var stækkaður upp fyrir mörk krókaaflamarksins,fái að taka með sér það krókaaflamark sem er bundið við bátinn og breyta því yfir í aflamark þann 1 sept næstkomandi, þannig að krókaaflamarksheimildirnar munu minnka á næsta fiskveiðiári og einnig hefur það gerst að fleiri aðilar hafa látið mæla báta sína upp og þá fari enn meiri hlutdeildir yfir í aflamarkið, verði frumvarpið að lögum. Það lá því ljóst fyrir að annað hvort varð að gera ekki neitt eða að benda nefndinni á tvo kosti í stöðunni og þeir voru eins og fram kemur í umsögninni að, a) ekki þurfi að hrófla við stærðarmörkum krókabáta ef nefndarmenn og þingmenn geti lofað því að ekki fari kíló af krókaaflamarki yfir í aflamarkið, og b) þá lýsir L.S. andstöðu sinni við stærðarmarkahluta frumvarpsins, en frekar en að láta krókaaflamarkheimildir breytast í aflamark þá vilji menn standa vörð um krókaaflamarkið og rýmka frekar stærðarkörk krókaaflamarksbáta.
Og það þrátt fyrir það mikla andóf sem meðal annars ég sjálfur og mikill meirihluti félagsmanna höfum haldið uppi varðandi stækkun krókaaflamarksbáta. Ég mótmæli því harðlega að við höfum "beðið um stækkun krókaaflamarksbáta". Það er allt í lagi að láta það fylgja með hvað hangir á spítunni líka.

Ásökun Dóri er eitt staðreynd annað. Las á vef LS. allt sem stendur undir heitinu (stærðarmörkin pdf.)Nenni ekki að prenta það hér. Menn geta nálgast það allt á vefnum þ.á.m. réttlætingu á tillögum A og B um stærðarmörkin. ''Vegna þessa stendur LS andspænis ákvörðun um hvort víkja eigi samþykktum til hliðar og BIÐJA UM AÐ STÆRÐARMÖRKIN VERÐI FÆRÐ AÐ 15 METRUM SEM MESTA LENGD'' Æðsta vald? Eru samþykktir aðalfunda ekki æðri skoðunum stjórnar LS og þeirra sem eru í vinnu hjá okkur? Ég tel að menn eigi að halda sig við það sem aðalfundur setti þeim fyrir.

Ásökun Dóri er eitt staðreynd annað. Las á vef LS. allt sem stendur undir heitinu (stærðarmörkin pdf.)Nenni ekki að prenta það hér. Menn geta nálgast það allt á vefnum þ.á.m. réttlætingu á tillögum A og B um stærðarmörkin. ''Vegna þessa stendur LS andspænis ákvörðun um hvort víkja eigi samþykktum til hliðar og BIÐJA UM AÐ STÆRÐARMÖRKIN VERÐI FÆRÐ AÐ 15 METRUM SEM MESTA LENGD'' Æðsta vald? Eru samþykktir aðalfunda ekki æðri skoðunum stjórnar LS og þeirra sem eru í vinnu hjá okkur? Ég tel að menn eigi að halda sig við það sem aðalfundur setti þeim fyrir.

Þetta er rétt hjá Klemenz, það gengur ekki að stjórn og starfsmenn LS séu með einhverja hentistefnu þvert á aðalfundarsamþykktir og réttlæti það svo eftirá með hræðsluáróðri. Það er nóg að þurfa glíma við svoleiðis vinnubrögð hjá stjórnmálamönnum svo hitt bætist nú ekki við.

Þið eruð ágætir. Ég hef það á tilfinningunni að þið hafið ekki ennþá lesið hvað stendur í frumvarpinu verði það óbreytt að lögum. Þar segir :
3. gr.
Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, XII, svohljóðandi:
Fiskistofu er heimilt, fram til 1. ágúst 2013, að fenginni beiðni eigenda þeirra fiskiskipa
sem hafa veiðileyfi með krókaaflamarki og eru 15 brúttótonn eða stærri 1. nóvember 2012,
að umskrá krókaaflahlutdeild þeirra í aflahlutdeild frá og með fiskveiðiárinu 2013/2014.
Getið þið bent mér á aðaðfundarsamþykktir L.S. hvernig eigi að bregðast við í þessu tilelli.
Ég spyr ykkur, finnst ykkur allt í lagi að krókaaflamarkið renni yfir í aflamarkið ? Og eftir því sem þið segið, þarf þá yfirleitt eitthverja stjórn fyrir L.S. eða nefndir, því við höfum jú aðalfundarsamþykktirnar.

Dóri, Heldur þú virkilega heldur að eina leiðin til að bregðast við þessu sé að víkja til hliðar samþykktum aðalfundar og vilja mikils meirihluta félagsmanna, með því að leggja til þá stækkun sem gert hefur verið! Varðandi hitt sem þú nefnir þá meiga menn nú ekki misskilja sitt hlutverk og út á hvað félagsstarfið gengur út á.

Gott að heyra að við séum ágætir. takk fyrir það Dóri minn. Vil benda á að frumvarpið er ekki orðið að lögum. Tillögur LS a og b finnst mér vera eingöngu til þess fallnar að svo verði.Þú talar um að það sé aðeins tvennt í stöðunni. Ég er því ekki sammála. Það eru gildandi lög um að krókaaflamarki verði í engu tilviki breytt í aflamark. Þú nefndir þetta bráðabirgðar ákvæði. ''Fiskistofu er heimilt fram til 1 ágúst 2013 að fenginni beiðni eigenda þeirra fiskiskipa sem hafa veiðileyfi með krókaaflamarki og eru 15 brt eða stærri 1 nóv 2012 að umskrá krókaaflahlutdeild þeirra í aflamark frá og með fiskveiðiárinu 2013/2014'' Þetta er jú bráðabirgða ákvæði en ekki lög. Ráðherra viðurkenndi nýlega að hann hefði skort dómgreind til að taka rétt á stóru máli. Sínist því miður að það eigi við um fleirri mál hjá honum. Höldum okkur við samþykkt AF. Annað er fyrirsláttur og uppgjöf.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...