Ýsan skilaði 5 milljörðum - Landssamband smábátaeigenda

Ýsan skilaði 5 milljörðumFerskar afurðir unnar úr ýsu voru seldar til alls 14 landa á síðasta ári.  Þrátt fyrir 17% magnsamdrátt frá 2011 til Bretlands keyptu þeir mest af okkur rúm 1.800 tonn.  

Bandaríkjamarkaður og sá franski tóku verulega við sér milli ára.  Magnaukning til Bandaríkjanna var 27% og skilaði hann einnig verðhækkun, en með 53% aukningu á þann franska fylgdi veruleg verðlækkun.

Verð hækkaði lítillega milli ára, að meðaltali um 4% í krónum talið.   Heildarútflutningsverðmæti ýsunnar voru rúmir 5 milljarðar sem fengust fyrir 4.200 tonn.Unnið upp úr upplýsingum frá Hagstofu Íslands 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...