Færri stunda grásleppuveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Færri stunda grásleppuveiðarHeimilt var að hefja grásleppuveiðar 20. mars sl. á N- og A-landi og á sunnanverðu Reykjanesi (svæði D, E, F, G).  Á öðrum svæðum hefjast veiðar 1. apríl að undanskildum innanverðum Breiðafirði þar sem upphafstími er 20. maí. 


Alls hafa 80 bátar hafið veiðar sem nær ekki helmingi þess fjölda sem var byrjaður á sama tíma í fyrra - 167 bátar.


Enn er mikil óvissa um verð og magn sem markaður er fyrir og hefur það haft sín áhrif á hversu fáir eru byrjaðir.  Auk þess að óvissa var um endanlegan fjölda veiðidaga þar til sl. mánudag að ákveðið var að hafa þá 32.

3 Athugasemdir

Eru menn virkilega sáttir við 32daga og 200 net.
Þetta er 60% skerðing.
Hver pantaði þessa niðurstöðu?
Var það landsambandið sjálft?
Eða einhverjir innan þess?
Því menn vita að það sem er tekið af kemur ekki aftur.
Ég blæs á það að menn geti ekki sellt og sitji upp með hrogn síðan í fyrra. Þeir gátu selt allt í fyrra en þeir voru að gambla með verðið og vissu það sjálfir,eigum við svo sem höfum selt beint að taka á okkur skell fyrir þá.Því ekki gleyma því að þetta eru mennirnir sem hafa gert grín að okkur þegar þeir hafa selt vel.
Ég skora á alla grásleppukarla að láta í sér heyra.
Því ef þetta verður staðreind þá er eins gott að hætta að veiða grásleppu.

þetta er fáránlegt að það sé verið að refsa okkur sem seljum strax því einsog þú segir þá gátu allir selt í fyrra sem vildu selja og það er enginn breiting á því í ár.. mér fynst að þessi grásleppu nefnd sé ekki starfi sínu vaxinn ef þeir ætla ekki að gera neitt meira í þessum málum.

Vissu þið að grásleppu(NEFND) hefur ekki fundað um þessa skerðingu.SKRÍTIÐ......

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...