Grásleppuvertíðin hafin - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppuvertíðin hafin
Grásleppuvertíðin 2013 hófst 20. mars.   Það voru bátar á Eyjafjarðarsvæðinu sem fyrstir voru að leggja.   Að sögn þeirra sem búnir eru að draga voru þeir sáttir með aflann í fyrstu umvitjun.   

Flestir grásleppuveiðimenn bíða nú eftir endanlegri ákvörðun um fjölda daga á vertíðinni.  Í samtali við sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun hefur verið unnið úr gögnum sem komu úr togararallinu.  Því má gera ráð fyrir að ákvörðun ráðherra liggi fyrir á næstu dögum.RÚV fjallaði sl. föstudag um upphaf grásleppuvertíðinnar og þá óvissu sem sjómenn búa nú við.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...