Makríll frá dagróðrabátum - framleiðsla í hágæðaflokki - Landssamband smábátaeigenda

Makríll frá dagróðrabátum - framleiðsla í hágæðaflokkiJón Bjarnason fv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáir sig um makrílveiðar dagróðrabáta á heimasíðu sinni í dag.  „Aukum hlut smábáta og landvinnslu í makríl“ er yfirskrift greinarinnar.  

Í upphafi vitnar Jón til greinar Unnsteins Þráinssonar og tekur undir með honum um að brýnt sé að auka stórlega hlutdeild og magn til smábáta í veiðum á makríl, efla dagróðra og landvinnsluna á makrílnum.

Jón gerir breytt göngumynstur makrílsins að umtalsefni; „í upphafi þegar makríllinn hélt sig djúpt undan SA- og Austurlandi.  Makríllinn hefur nú gengið upp í miklu magni á hefðbundin mið smábátasjómanna og annarra dagróðrabáta“.

Jón segir í grein sinni að hann hafi ekki órað „fyrir því að makríllinn mundi ganga í svo miklu magni inn á grunnslóðina inn á víkur og firði hringinn í kringum landið eins og raun varð á.  Þessar forsendur bæði réttlæti og kerfjast þess að það magn sem úthlutað er til smábáta og annarra dagróðarbáta verði stóraukið frá því sem verið hefur.  Landssamband smábátaeigenda hefur sett fram röktuddar óskir í þeim efnum“.


1 Athugasemdir

Nú þurfum við smábátasjómenn að láta í okkur heyra og fara framm á að við fáum sömu meðferð og frændur okkar Norðmenn þar sem krókaveiðar á makríl hafa forgang þegar kemur að úthlutun á heildar potti í makríl eða um 18% af heildar úthlutuðum afla, eða að lágmarki 20.000 tonn.
Margir bátaeigendur ætla að veðja á þessar veiðar eftir gott gengi hjá okkur síðastliðið sumar og eru menn bæði búnir og eru að fjárfesta í dýrum búnaði til þess að geta stundað þessar veiðar í framtíðinni.
Þannig að hér eru mikklir hagsmunir og fjárfesting í húfi, Látum ljós okkar skína!

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...