Vilja leigja 3.000 tonn af ýsu - Landssamband smábátaeigenda

Vilja leigja 3.000 tonn af ýsu
Fram er komin breytingartillaga á Alþingi, frá Jóni Bjarnasyni og Atla Gíslasyni, við frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (stærðarmörk krókaaflamarksbáta og strandveiðar).  

Tillagan gengur út á að við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða þar sem ráðherra hefði til ráðstöfunar á næstu tveimur fiskveiðiárum 3.000 tonn af ýsu. 


Heimildirnar yrðu leigðar til krókaaflamarksbáta gegnum Fiskistofa sem mundi innheimta kr. 180 fyrir hvert kíló. 
1 Athugasemdir

Alveg er það nú furðulegt með suma menn og konur sem telja sig vera gera eitthvað gang að það þarf alltaf að vera aðstoð fyrir Séra Jón en Jón er alltaf skilinn útundan. Halda menn að það séu bara krókaaflamarksbátar sem eru í vandræðum með ýsuna eða hafa áhuga á að gera út á ýsuveiðar ef viðunandi leiguverð er í boði? Ég held að það sé komin tími á að Landsamband Smábátaeiganda vinni í því og bendi þeim sem áhuga hafa á að vinna að málefnum útgerða á Íslandi að það eru þó nokkrir bátar í aflamarkskerfinu og þeir eiga að hafa jafn mikin rétt á að gera út á fiskveiðar hérna á Íslandi og þeir sem eru í krókaaflamarkskerfinu. Þessi vinnubrögð að skilja alltaf aflamarksbátana útundan og eingöngu vinna í málefnum krókaaflamarksbátana er orðið annsi þreytandi.

Ef þið lesið þetta Örn og Arthur þá óska ég efir að þið farið nú að vinna að meiri krafti fyrir alla félagsmenn, sama í hvoru kerfinu menn eru og góð byrjun væri nú að hafa samband við þessa ágætu þingmenn sem komu með þessa tillögu og benda þeim á að það eru fleiri aðilar í útgerð hérna á Íslandi en þeir í krókaaflamarkskerfinu.

Kveðja,
Halldór Einarsson
Fagravík GK-161
Aflamarksbátur og hefur verið skilinn útundan að mestu í yfir 23 ár á meðan Séra Jón hefur verið veitt aðstoð hvað eftir annað á kostnað Jóns.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...