Fiskistofa fylgist með grásleppuveiðum - Landssamband smábátaeigenda

Fiskistofa fylgist með grásleppuveiðumÁ yfirstandandi grásleppuvertíð hafa eftirlitsmenn Fiskistofu róið með bátum víðsvegar á landinu.  Almennt hefur ekki þurft að gera neinar athugasemdir við veiðarnar.  Grásleppuveiðimenn virða netatakmarkanir, reglur um umgengni aflans og aðra þætti sem kveðið er á um í reglugerð.


Að gefnu tilefni hefur Fiskistofa óskað eftir að komið sé á framfæri á þessum vettvangi skilaboðum um að menn komi með allan afla að landi.  Grunsemdir eru um að það sé ekki gert í öllum tilvikum, þar sem fram hefur komið óeðlilega mikill munur á meðafla báta þar sem veiðieftirlitsmaður er um borð og annarra sem róa á sömu veiðislóð.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...