LS vill auka lýðræði - ársfundur Gildis - Landssamband smábátaeigenda

LS vill auka lýðræði - ársfundur GildisÁ morgun 23. apríl verður ársfundur Gildis lífeyrissjóðs.  Fyrir fundinum liggja tillögur stjórnar LS um breytingar á samþykktum sjóðsins.  

Í greinargerð með tillögunum segir að þeim sé ætlað að auka lýðræði innan sjóðsins með því að tryggja öllum sjóðfélögum atkvæðisrétt á ársfundi.  Samhliða yrði fulltrúaráð sjóðsins lagt niður, en þeir einir sem það skipa hafa nú atkvæðisrétt á ársfundi.

Einnig gera tillögurnar ráð fyrir að hinn almenni sjóðfélagi bjóði sig fram til stjórnar og sjóðfélagar á ársfundi kjósi milli þeirra og velji þannig hverja þeir vilja að fari með umboð sitt í stjórn sjóðsins.   

Þá er einnig í tillögunum vikið að endurskoðendum.   Samþykkt hennar yrði til að auka skilvirkni í eftirliti með sjóðnum við að kosinn verði nýr endurskoðanda og eftirlitsaðili á tveggja ára fresti.Sjá tillögur stjórnar LS 
felldar inn í einstaka greinar:   Tillögur til breytinga á samþykktum Gildis.pdf 
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...