Makrílveiðar 2013 - Landssamband smábátaeigenda

Makrílveiðar 2013
Undirrituð hefur verið reglugerð í Atvinnuvega- og nýsköpunarráðunetinum um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa árið 2013.  Þar er m.a. kveðið á um að:

  • 3.200 tonn komi í hlut báta sem stunda makrílveiðar með línu eða handfærum.  

  • Veiðunum verður stýrt innan tveggja tímabila, þannig að í júlí má veiða allt að 1.300 tonn og frá 1. ágúst til vertíðarloka 1.900 tonn.  


Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum 18. apríl og er umsóknarfrestur 10 dagar.   

2 Athugasemdir

það er landssambandi smábáta til skammar að styðja og hvetja til ólympískra veiða... sér í lagi þegar sjávarútvegs ráðherra hvetur til þess að koma með aðrar hugmyndir einsog að úthluta hverjum og einum ákveðin afla til þess að smábátarnir verði ekki út undan í þessum veiðum.. ég er brjálaður yfir þessu kv júlíus

Mér finnst ekki skrýtið að ráðherra hafi ekki gengið að kröfum LS. Þegar makrílnefndin ætlaði að taka 700 tonn (aukalega) af pottinum til þeirra sem stunduðu makrílveiðarnar í fyrra. Ég hefði viljað að hver og einn myndi sækja um og þessu hefði svo verið deilt niður á bátana.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...