Stór fiskur áberandi - Landssamband smábátaeigenda

Stór fiskur áberandiHafrannsóknastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu um niðurstöður úr „togararallinu“.  Rallið fór fram dagana 26. febrúar til 17. mars.  Auk rannsóknaskipa stofnunarinnar Árna Friðrikssonar og Bjarna Sæmundssonar tóku togararnir Bjartur NK, Ljósafell SU og Jón Vídalín VE þátt í rallinu. 
Í rallinu er að mestu leitast við að mæla stofnstærð botnfiska. 


Þorskur
Stofnvísitala þorsks mælist áfram í hæstu hæðum og gefur 2013 árið síðasta ári lítt eftir, en það ár bar vísitalan hæsta gildi frá upphafi rallsins 1985.  Það skyggir þó á að þorskur sem kominn er vel yfir miðjan aldur ber vísitöluna uppi.  

Fyrsta mat á 2012 árganginum bendir til að hann sé undir meðaltali árganga frá 1955. 


Ýsa
Mikið fékkst af ýsu stærri en 50 cm og aldrei í sögu rallsins hefur fengist eins mikið af 10 ára ýsu í vorrallinu (árg 2003).  Lítið fékkst hins vegar af minni ýsu sem bendir til að allir ýsuárgangar frá og með 2008 séu lélegir.


Steinbítur
Stofnvísitala steinbíts mældist lág fjórða árið í röð.  Magn steinbíts stærri en 75 cm var yfir meðallagi, en lítið fékkst af minni steinbít.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...