Vilja veiða makríl í júní - Landssamband smábátaeigenda

Vilja veiða makríl í júníÁrborg - félag smábátaeigenda á Suðurlandi - hélt félagsfund fyrr í dag.  Á fundinum var farið yfir helstu málefni smábátaeigenda.  Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun sem beint er til atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra.


„Félagsfundur Árborgar, félags smábátaeigenda á Suðurlandi haldinn 17. apríl 2013 mótmælir harðlega banni á makrílveiðum í júnímánuði og einnig skiptingu veiðitímans í tvö tímabil eins og ákveðið hefur verið í reglugerð.
Þessi atriði takmarka verulega möguleika þeirra báta sem veiða með krókum til makrílveiða við suðurströndina.“1 Athugasemdir

Ég geri út Bátinn Ellu ÍS 119 frá Hólmavík. Við byrjuðum að veiða makríl í september 2011 og fiskuðum 500 kg í þremur tilraunatúrum með heimasmíðaðar græjur. 2012 fiskuðum við 37 tonn. Það ár komust veiðarnar á kortið. Það vekur athygli mína að hér vilja menn fá að veiða makríl í júnímánuði og mótmæla skiptingu í tvö tímabil. Þannig er að makríllinn hefur mætt í húnaflóann síðastliðin 3 ár um miðjan Júlímánuð. Hér kvarta menn og segja að ofangreind atriði takmarki verulega möguleika þeirra báta sem veiða makríl með krókum við suðuströndina. Menn verða að athuga að hér er um að ræða sameiginlegan pott og þá hlýtur það að vera sanngirnissjónarmið að makríllinn sé til staðar á öllum veiðisvæðum þegar veiðar úr þessum sameiginlega potti hefjast. Eða hvað? Þeir sem ætla að stunda veiðar á makríl við norðurströndina væru varla líklegir til afreka í júnímánuði vegna þess að það væri enginn makríll á svæðinu, sé tekið mið af reynslu síðustu þriggja ára. Miðum áfram við reynslu þessara þriggja ára..Veiðar hefjast fyrsta Júlí, þá má búast við að makrílinn sé ekki ennþá mættur og menn verða bara að vona að potturinn verði ekki búinn um miðjan júlí þegar sagan sýnir að makríllinn mæti. Menn geta líka vonað að makrílinn breyti um hegðun og mæti á svæðið 1 júlí, það væri tær snilld. Hér er talað um að takmarka ekki möguleika manna til makrílveiða og ég held að allir sjái hvernig mismununin væri nú ef það ætti að byrja veiðar í júní

Mér fannst nauðsynlegt að koma þessu á framfæri. Hér eru menn endileg ekki alveg sáttir en þetta hlýtur að vera ágætis millilending að hefja veiðar í júlí en ekki í júní í þessu kerfi sem hefur verið valið til að stjórna krókaveiðum á makríl. Tímabil og kappveiðar.

Þess má geta að eftir smá skoðun þá finn ég eina löndun yfir makríl í júní 2012 það er Sæunn Sæmunds.....og aflinn. 1 kg.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...