Sjómannadagurinn - Landssamband smábátaeigenda

SjómannadagurinnFyrirspurnir hafa borist til skrifstofu LS um hvort heimilt sé að róa á mánudaginn.
 

Í 5. gr. laga um sjómannadag er skýrt kveðið á um þetta atriði:

„Öll fiskiskip skulu liggja í höfn á sjómannadag og hafa komið til hafnar eigi síðar en kl. 12 á laugardegi fyrir sjómannadag og láta ekki úr höfn fyrr en kl. 12 á hádegi næsta mánudag“.
 

Skýrara getur það ekki verið, engin á sjó frá hádegi á morgun laugardag til hádegis á mánudag.1 Athugasemdir

Ég er ekki sammála að þetta sé Skýrt, því í 5,gr sjómanadags laga er einnig kveðið á um að "Einnig má víkja frá ákvæðum 1. mgr. ef mikilvægir hagsmunir eru í húfi og samkomulag tekst þar um milli útgerðar og skipshafnar."

Sumir mundu segja að hagsmunir séu að ná skammtinum, og í flestum tilfellum er útgerð og áhöfn sami maður á strandveiðum (ekki flókið samkomulag)

það er hvergi kveðið á um hvenær þetta samkomulag skuli liggja fyrir eða hvort það þurfi að vera skriflegt, þannig að eins og staðan er núna er nokkuð víst að sumir muna fara á sjó fyrir hádegi á mánudag og aðrir ekki , eins og hefur verið gert undan farinn ár, einnig styrkir það þá röksemd að þetta haldi ekki því það var ætlunin að koma með skýrt ákvæði í frumvarpi sem lagt var fram á síðasta þingi en fór ekki í gegn.

Ég er ekki að hvetja til neins , mér finnst þetta bara mjög óskýrt og fáránlegt að sumir munu fara og aðrir ekki , þetta á bara að vera lokaður dagur í strandveiðum til að taka af allan vafa.

k

Bjarni Einarsson

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...