Strandveiðar hafnar í fimmta sinn - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar hafnar í fimmta sinn
Í dag var fyrsti dagur strandveiða 2013.  Þetta er í 5. skiptið sem strandveiðar eru heimilaðar og sýnir vel að veiðikerfið hefur fest sig í sessi.


Alls höfðu 407 bátar heimild til að róa á þessum fyrsta degi, en umsóknir voru komnar í 462 í upphafi dagsins.  Flest leyfin hafa verið gefin út á svæði A 212 (Breiðafjörður - Vestfirðir), 104 bátar höfðu leyfi til að róa á svæði D (Höfn að Snæfellsnesi, 77 á B svæðinu (Húnaflói - Eyjafjörður og 69 á svæði C (austanverður Eyjafjörður - Djúpivogur).


Af þessum fjölda umsókna að dæma er ljóst að þátttaka í veiðunum í sumar verður góð sem sýnir best hversu áhugi á veiðunum er mikill.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...