Strandveiðar - leiðindaveður hamlaði veiðum - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðar - leiðindaveður hamlaði veiðumSamkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu lönduðu 86 bátar á fyrsta degi strandveiða rúmum 32 tonnum.  

Aflinn skiptist þannig á svæðin:

A: 28 bátar á sjó.  Afli:  7,4 tonn.  Meðalafli á bát 265 kg

B: 13 bátar á sjó.  Afli:  3,8 tonn.  Meðalafli á bát 294 kg

C: 15 bátar á sjó.  Afli:  7,4 tonn.  Meðalafli á bát 496 kg

D: 30 bátar á sjó.  Afli: 13,4 tonn.  Meðalafli á bát 432 kg


Alls eru nú 478 bátar komnir með leyfi, en sökum leiðindaveðurs á miðunum í gær urðu margir að hætta við að fara á sjó og þurfa því að bíða til mánudags sem er næsti dagur sem róa má.   

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...