Ýsa á sama verði og þorskur - Landssamband smábátaeigenda

Ýsa á sama verði og þorskurÞegar rýnt var í útflutningsverðmæti fyrsta ársfjórðungs kom ýmislegt forvitnilegt í ljós.  Það vekur t.d. mikla athygli að útflutningsverð á ferskri ýsu er komið í þorskverð.  Á sama tímabili í fyrra var þorskurinn seldur á 18% hærra verði en fékkst fyrir ýsuna.


Í ár hefur ýsan hækkað í verði á sama tíma og þorskverð hefur gefið eftir.  Viðsnúningur hefur orðið í kaupendahópnum á ýsu.  Á fyrstu þrem mánuðum ársins höfðu 42% af ýsunni verið seld til Bandaríkjanna á móti 26% á sama tíma í fyrra.   Aukningin kom niður á Bretum sem fengu aðeins um þriðjung af ýsunni en voru með um helming alls magnsins á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

   

Upplýsingar unnar upp úr tölum frá Hagstofunni
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...