Línuívilnun í þorski uppurin - Landssamband smábátaeigenda

Línuívilnun í þorski uppurinFrá og með deginum í dag, 27. júní 2013, reiknast línuívilnun ekki á þorsk og gildir það til loka þessa fiskveiðiárs.  Þetta er í fyrsta sinn sem þau 3.375 tonn af þorski sem ætlað er til línuívilnunar dagróðrabáta nægja ekki til að fylla fiskveiðiárið.

Línuívilnun í þorski hófst 1. september 2004 og er yfirstandandi fiskveiðiár því það níunda í röðinni sem hún er við lýði.  Öll fyrri ár hefur viðmiðunin dugað.


Skorað á atvinnveganefnd
Á fundi LS með atvinnuveganefnd Alþingis sl. þriðjudag kom fram að ein af megin röksemdum nefndarinnar fyrir breytingum á stærðarmörkum krókaaflamarksbáta væri að hún mundi styrkja krókaaflamarkskerfið.  Vilji nefndarinnar er því skýr, hún styður krókaaflamarkskerfið heilshugar.  Framkvæmdastjóri LS sagði ljóst að með stækkuninni yrði veiðigeta í kerfinu aukin sem kallaði á meiri aflaheimildir.  Hann hvatti nefndina til að beita sér fyrir aðgerðum í þá áttina og benti m.a. á að bæta heimildum við línuívilnun og að hún mundi gilda fyrir alla dagróðrabáta.  Með því mundi nefndin leggja sitt lóð á vogarskálarnar í auka vægi umhverfisvænna veiða og stuðla að auknu framboði af ferskum fiski.  
Einnig yrði með slíkri aðgerð dregið úr hættu á frekari samþjöppun í kerfinu og krókaaflamarkskerfið mundi áfram mynda fjölbreytta útgerðarflóru.  

Stöðvun línuívilnunar þegar enn eru eftir rúmir tveir mánuðir af fiskveiðiárinu styður vel við kröfu LS.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...